USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ör­yggi og vald

Innviðir sem geta verið náttúrulegir, byggðir eða ósýnilegir eru til umræðu í öðrum sálmum vikunnar. Breytingar á mælingum vísitalna vegna húsnæðisverðs hafa verið til umræðu í vikunni. Gylfi Zoega fjallar einnig um það efni í sinni seinni grein vegna Grindavíkurhamfaranna. Þá kemur vald okkar mannfólksins yfir náttúrunni einnig við sögu.

deilimynd-asgeirbrynjar

Öryggi snýst á vissan hátt um vald. Vald yfir náttúrunni hefur löngum verið talið eitt helsta baráttuafl mannsins og verkefni hans að nýta hana sér til hagsbóta. Við sem búum nálægt náttúruöflunum vitum hins vegar að afl náttúrunnar er sterkara en okkar eigin kraftur.

Þó vissulega hafi okkur jarðarbúum tekist að hafa áhrif á loftslagið með samanteknu afli okkar og skeytingarleysi í langan tíma. Þannig hafa orðið það mikil áhrif af neyslu okkar og hegðun að loftslagið hefur breyst svo mikið að til alvarlegra vandræða horfir – líkt og kemur fram í annarri loftslagsgrein vísindafólksins Halldórs Björnssonar og Brynhildar Davíðsdóttur hér í blaðinu.

Orkan kemur úr náttúrunni svo sem í formi vatnsafls og háhitakrafts sem okkur hefur tekist að virkja hérlendis með verkfræði og annarri tækni- og verkþekkingu. Sem önnur lönd gera einnig með virkjun kjarnorku, sólarorku og vindorku. Olíunotkun er orðin barn síns tíma, líkt og hin úrelta sókn eftir orku úr spiki spendýra á borð við rostunga, seli eða hvali.

Náttúran er nokkurs konar innviður. Ár voru hér og eru annars staðar enn notaðar til flutninga, skógar breyta koltvísýringi í súrefni og svo mætti lengi telja. Þegar náttúruöflin taka sig til og brjótast fram af þeim krafti sem við nú sjáum á Reykjanesi þá duga ekki allar jarðýtur landsins til að verja allt það sem byggt hefur verið.

Húsnæði er annars konar innviður, sem við getum ekki verið án. Mælingin á húsnæðislið vísitölunnar sem notuð er til að verðtryggja lánsfjármögnunargjörninga hefur hérlendis verið miðuð við 3 mánaða meðaltal verðbreytinga húsnæðis en í Svíþjóð er notast við 30 ára meðaltal.

Fjármálakerfið okkar er samfélagslegur innviður, álíka og veitustofnanir. Spurningin er hvers vegna við höfum hannað það hér svo að reglulega verða miklar ógöngur á sviði húsnæðislána. Hví þarf að tryggja valdhöfum fjármagnsins stöðugt 3 mánaða öryggi hér á meðan að meðaltal verðbreytinga nágranna okkar miðast við 360 mánuði, sem er ámóta meðallengd lánstímans.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.