USD 128,1 0,7%
EUR 148,2 0,5%
GBP 169,3 0,6%
DKK 19,8 0,5%
SEK 13,5 0,8%
NOK 12,6 0,9%
CHF 159,1 0,7%
CAD 91,4 0,9%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 128,1 0,7%
EUR 148,2 0,5%
GBP 169,3 0,6%
DKK 19,8 0,5%
SEK 13,5 0,8%
NOK 12,6 0,9%
CHF 159,1 0,7%
CAD 91,4 0,9%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Aðrir sálmar

Óþekkt­ur emb­ætt­is­mað­ur

Standur vörð um ólík kerfi samfélagsins

Óþekkti embættismaðurinn
Óþekkti embættismaðurinn eftir Magnús Tómasson
Mynd: Ásgeir Brynjar Torfason

Stytta eftir myndlistarmanninn Magnús Tómasson sem lengi stóð í bakgarði við Lækjargötu var síðar færð að Tjarnarbakkanum við Iðnó kallast Óþekkti embættismaðurinn. Hún er gangandi grjótkassi með skjalatösku, en í blaði vikunnar er grein um embættismannakerfi.

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í gær og var haldinn í Sjálfstæðissalnum á hóteli við Austurvöll, steinsnar frá Alþingishúsinu og áðurnefndri styttu. Þessi fundur hefur verið haldinn í áratugi með erindi seðlabankastjóra til atvinnulífsins. Við kaffikönnuna í salnum nú var fundurinn kallaður hin sanna árshátíð hagfræðinga, sem að stærstum hluta fylltu salinn.

Á þessum sama fundi fyrir átta árum síðan var Már Guðmundsson seðlabankastjóri og þar spurður spjörunum úr um endurskoðun ramma peningastefnunnar af þáverandi aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs, Kristrúnu Frostadóttur, núverandi forsætisráðherra.

Yfirskrift fundarins í ár var vaxtaverkir og hagstjórn. Þar töluðu, ásamt einum varaseðlabankstjóra og fólki úr raunhagkerfinu tveir hagfræðiprófessorar, í leyfi frá Háskóla Íslands, sem starfa nú sem tveir æðstu embættismenn hagstjórnar landsins. Talsvert var rætt um vanda hagstjórnar vegna þess hve erfitt væri að segja upp opinberum starfsmönnum, laun væru of há og að stytting vinnuvikunnar hefði minnkað framleiðni. Á meðan að á fundinum stóð, óháð efni hans, lækkaði verðbólgan úr 4,2% í 3,7% og er án húsnæðisliðar vísitölunnar orðin 2,7%.

Þegar að mannfjöldinn í heiminum fer að dragast saman þá munu flest vandamál okkar snúast á hvolf samkvæmt áhugaverðri grein eftir Söruh O'Connor í Financial Times nú í vikunni sem gott er að lesa samhliða forsíðugrein Vísbendingar.

Við Íslendingar höfum hrapað í frjósemi á einungis áratug og stöndum nú Evrópubúum ekki lengur framar í fjölda fæddra barna á hverja konu. Ekkert er víst um orsakasambönd en tekjutap mæðra við barneignir, uppbygging fæðingarorlofskerfis og bið eftir leikskólaplássi spila þó eitthvað saman. Greinin á forsíðu blaðs vikunnar dregur skýrt, fræðilega og myndrænt fram hvernig hið íslenska vinnumarkaðskerfi lætur konur gjalda þess að eignast börn.