USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Pen­inga­stefn­an og marg­vís­leg áhrif henn­ar

Hækkun vaxta seðlabankans er ætlað að hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Hér er fjallað um ýmis önnur áhrif peningastefnunnar sem fylgja og nauðynlegar aðgerðir samhliða.

Vextir Seðlabankans eru nú í hæstu hæðum hér á landi en þeir hafa verið 9,25% síðan í ágúst í fyrra þegar þeir voru hækkaðir um 0,50% eftir að hafa verið hækkaðir um 1,25% í maí sama ár og 1% í mars og 0,5% í febrúar. Samtals hækkuðu þannig vextir Seðlabankans um 3,25% á síðasta ári. Myndin hér að neðan sýnir hvernig vextir Seðlabankans hækkuðu úr 0,75% um vorið 2021 í 9,25% um haust 2023.

Þessi mikla hækkun vaxta var ekki fyrirséð þegar vextir voru hvað lægstir árin 2020-2021, jafnvel ekki af þeim sem með stjórn peningamála og fjármála ríkisins fóru.

Ljóst er að með hækkandi vöxtum er ætlunin að stemma stigu við mikilli innlendri eftirspurn til þess að verðbólga fari aftur niður í markmið sem er 2,5%. En svo miklar vaxtahækkanir hafa ýmis hliðarárhrif sem hér verður lýst og verða engan veginn taldar æskilegar.

Hér verður farið nokkrum orðum um óbein áhrif hás vaxtastigs og að lokum lagt til hvað hægt væri að gera til þess að minnka sveiflur vaxta hér á landi.

Verðbólga og vextir hér og þar

Vextir á evrusvæði og í Bandaríkjunum hafa lækkað mikið og einnig verðbólga. Verðbólga er 2,6% á evrusvæðinu og meðaltalsstýrivextir 4,50%, í Bretlandi er verðbólga 3,4% og seðlabankavextir 5,25% og í Bandaríkjunum er verðbólga 3,48% og vextir 4,50%. Munurinn á Íslandi og þessum stóru gjaldmiðilssvæðum er meðal annars sá að kjölfesta verðbólguvæntinga er þar traustari, og því þarf ekki að hækka vexti jafnmikið þar og hér. Vextir seðlabanka eru einnig háir hér á landi í samanburði við smærri lönd í Evrópu – sem þó eru risastór í samanburði við Ísland.[ef6bfa]

En af hverju eru vextir og verðbólga svona mikið hærri hér á landi en í löndum nær og fjær? Fyrir því liggja nokkrar ástæður. Eins og fram kom í grein Herdísar Steingrímsdóttur, ytri nefndarmanns í peningastefnunefnd Seðlabankans, í þessu tímariti nýverið er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði nú um 4% til fimm ára en ætti að vera í verðbólgumarkmiði í 2,5%. Í öðru lagi nefndi hún að hagvöxtur var nokkur á síðasta ári eða 4,1% og laun og einkaneysla hafa hækkað. Herdís bendir á að greiðslukortavelta hafi aukist á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins sem bendir til vaxandi einkaneyslu. Aukinnar bjartsýni gætir hjá heimilum og fyrirtækjum sem eru slæmar fréttir fyrir seðlabanka sem er að reyna að minnka einkaneyslu og fjárfestingu. Það er sem sagt verðbólga yfir markmiði, háar verðbólguvæntingar og merki um vaxandi einkaneyslu sem réttlætir hina háu vexti.

GRAF_GZ

Hættan af háu vaxtastigi

Þegar innlent vaxtastig er hátt og hærra en erlendir vextir er hætta á að erlendir fjárfestar grípi tækifærið og kaupi krónur til þess að njóta vaxtamunar. Slík viðskipti áttu sér stað árin fyrir bankahrunið 2008 í miklum mæli. Þau hækkuðu gengi krónunnar, gerðu innflutning ódýran og sköpuðu þannig mikinn viðskiptahalla. Þegar svo fjárfestarnir vildu út þá hrundi gengi krónunnar og höfuðstóll erlendra lána stökkbreyttist í krónum mældur. Ekki þarf að lýsa framhaldinu. Sú gengishækkun sem varð þegar peningarnir streymdu inn lækkaði verðbólgu tímabundið en hún hækkaði svo þegar hið erlenda fjármagn fór aftur út úr krónunni árið 2008.

Árin eftir hrun var þróuð aðferðafræði til þess að atburðarás þessa tímabils endurtæki sig ekki. Ef vextir eru hækkaðir mikið umfram vaxtastig erlendis og vaxtamunurinn verður til þess að kvikt erlent fjármagn komi inn í krónuhagkerfið á Seðlabankinn að bregðast við með því að kaupa gjaldeyri til þess að milda áhrif á gengi gjaldmiðilsins. En þá býr hann til krónur og verður fyrir kostnaði þegar bankar geyma krónurnar í innlánum í Seðlabankanum (og fá 9,25% vexti miðað við núverandi vaxtastig). Ef þessi kostnaður telst vera of mikill er æskilegt að ríkisstjórn létti Seðlabankanum verkið með því að hafa afgang á ríkissjóði. Ef slíkt er ekki mögulegt þá eru til stýritæki til þess að hefta fjárfestingar erlendra ríkisborgara á skuldabréfamarkaði og gera Seðlabankanum kleift að hafa háa vexti án þess að þurfa …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.