Til baka

Grein

Rannsókna- og þróunarstarf á Íslandi heldur áfram að aukast

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast hérlendis á árinu 2022 og námu þá rúmlega 100 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld aukist um 44 milljarða króna eða um 77% og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa tvöfaldast á fjórum árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá árinu 2018 til 2022.

Hagstofna hefur birt upplýsingar um heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2022 sem sýna áframhaldandi aukningu í útgjöldum milli ára. Alls var varið 101 milljarði króna til rannsókna og þróunarstarfs árið 2022 en það jafngildir 2,66% af vergri landsframleiðslu (VLF). Aukning útgjalda um 11% dugði þó ekki til að halda í við aukningu í landsframleiðslu og því lækkaði hlutfallið örlítið milli ára. Aukningin í krónum talið milli ára eru 9,9 milljarðar króna. Árið 2018 voru útgjöld til rannsókna og þróunar 56,9 milljarðar króna (2,01%) og nemur aukningin á fjórum árum 44,1 milljarði króna sem er 77% aukning.

Eins og mynd 1 ber með sér er aukningin að stórum hluta til komin vegna aukinna rannsókna og þróunarumsvifa fyrirtækja. Fyrirtæki ráðstafa rúmlega 72% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunarstarfs árið 2022 og hafa útgjöld þeirra aukist um 7,7 milljarða króna frá árinu áður. Aukning háskólastofnana er 1,9 milljarðar króna og aukning annarra opinberra stofnanir er óveruleg eða rúmlega 200 m.kr. Nánari sundurliðun má sjá í töflu 1.

tafla1

Hagstofan birti nú í þriðja sinn, síðan stofnunin tók við hagtölugerð rannsókna og þróunar, tölur um fjölda starfa og ársverk. Mikil aukning í fjölda starfa var frá árinu 2017 til 2021, sem sjá má á mynd 2, rímar einnig vel við aukin heildarútgjöld. Aukningin á milli áranna 2021 og 2022 er mjög lítil eða 3% sem kemur heim og saman við launaþróun milli þessara ára. Ef horft er á fjölda starfa í rannsóknum og þróun, en ekki ársverk, þá eru 57% hjá fyrirtækjum, tæp …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein