USD 127,9 1,1%
EUR 148,8 0,3%
GBP 170,3 0,6%
DKK 19,9 0,3%
SEK 13,6 0,1%
NOK 12,6 0,9%
CHF 158,6 -0,3%
CAD 92,3 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,9 1,1%
EUR 148,8 0,3%
GBP 170,3 0,6%
DKK 19,9 0,3%
SEK 13,6 0,1%
NOK 12,6 0,9%
CHF 158,6 -0,3%
CAD 92,3 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Rauveru­leiki taln­anna

Tölur af hagrænum toga þarf að setja í samhengi við raunveruleikann og einstrengingsleg eða bókstafsleg túlkun þeirra getur leitt til ófriðar. Greinar blaðs vikunnar eru settar í samhengi hér.

deilimynd-asgeirbrynjar

Nú eru góð teikn á lofti um að verðbólgan sé hjaðnandi. Bæði úr mælingum með vísitölum og út frá væntingum til nýlega hafins árs.

Það er merkilegt hve samhæfð orðræðan hérlendis er um það að ekki megi rekja verðbólguna til hagnaðaraukningar fyrirtækja. Þar getur túlkun talna skipt máli, auk þess sem viðmiðunartímabil talnasöfnunarinnar er annað lykilatriði. Jafnvel stærð talnanna getur villt fólki sýn.

Þó að tölur ljúgi ekki þá er samt hægt að draga mismunandi ályktanir af þeim. Það orðfæri sem kemur fram í margnefndri rammagrein síðustu Peningamála Seðlabanka Íslands um að græðgisverðbólguna sé ekki að finna hérlendis hefur farið sem eldur í sinu gegnum umræðuna um verðbólguvæntingar kringum áramótin.

Höfnunin á hagnaðardrifnu verðbólgunni kemur með sama hætti fram í aðalgrein blaðs vikunnar. Hlutdeild launakostnaðar er ítrekað sögð hafa lækkað lítilsháttar hér á landi á síðustu árum. Sú niðurstaða byggist á tölunum 63,5% árið 2018 sem lækkar í 59,2% hlutdeild launa í vergum þáttatekjum árið 2022. Vissulega getur munurinn sem er 4,3 prósentur þótt lítil tala. En hlutdeild vergs hagnaðar sem vex úr 36,5% árið 2018 í 40,8% um sömu 4,3 prósentur er ekkert endilega lítilsháttar. Það er hækkun á hlutdeild hagnaðar um vel rúmlega tíund, nánar tiltekið 11,78%.

Það mikilvæga er að hagfræðileg og tölfræðileg greining sé ekki tekin of bókstaflega heldur sé skoðuð í raunverulegu samhengi við veruleikann og sé hagnýtanleg en ekki bara fræðileg. Líkt og endurskoðun fjármálareglna Evrópusambandsins ber með sér og fjallað er um í blaðinu. Þá er ekki síður mikilvægt að skilja sambandið á milli þess mögulega og hins hagfræðilega, líkt og þriðja greinin segir frá. Þannig getur hagfræði stuðlað að friði deiluaðila alveg eins og hægt er að nota hana í hagsmunabaráttu sem fáir græða mikið á.

Næsta grein

Mest lesið
1
Efnahagsmál

Núvirðingarstuðull og raunávöxtun lífeyrissjóða

2
Húsnæðismál

Að byggja heimili og samfélag – eða húsnæði og markað?

3
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

6
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.

Vetur
Efnahagsmál 41. tbl.

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta

Úkraína
Alþjóðamál 41. tbl.

Evr­ópa þarf að standa sam­an

AFP__20240904__1230734230__v2__HighRes__TrumpSu.original
Aðrir sálmar 41. tbl.

Al­þjóð­leg óregla

Börn, barneignir, fjölskylda
Samfélag 40. tbl.

Tekju­miss­ir við barn­eign­ir

Konur hérlendis tapa miklum tekjum við barneignir samkvæmt nýlegri rannsókn