USD 121,0 -0,1%
EUR 144,8 -0,1%
GBP 167,2 0,1%
DKK 19,4 -0,1%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,7 0,8%
CHF 157,7 -0,1%
CAD 89,5 0,2%
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 5,2%
Mannfjöldi 393.160
USD 121,0 -0,1%
EUR 144,8 -0,1%
GBP 167,2 0,1%
DKK 19,4 -0,1%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,7 0,8%
CHF 157,7 -0,1%
CAD 89,5 0,2%
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 5,2%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sér­fræð­ing­ar að aust­an

Indverskum sérfræðingum á Íslandi fer hratt fjölgandi

Indverskur sérfræðingur
Mynd: Shutterstock

Íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með ári hverju. Sérfræðingar eru stækkandi hópur þeirra innflytjenda sem koma til landsins með sína þekkingu, reynslu og metnað til að skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Þessi hópur virðist ekki vera á förum. Til að nýta það mikla hugvit sem í þessum einstaklingum býr, er réttast að fjárfesta í þeim, kenna þeim íslensku, og bjóða börnunum þeirra velkomin í skólana okkar.

Hvað einkennir stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði?

Ísland hefur á síðasta áratug upplifað hlutfallslega mestu fjölgun innflytjenda meðal OECD-landa, en í dag er meira en fjórði hver einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði innflytjandi.[851db8] Atvinnuþátttaka þeirra er mjög há, með hæsta móti innan OECD, en hlutfall þeirra á atvinnuleysisskrá hefur hins vegar vaxið gífurlega hratt og telur nú rúman helming atvinnulausra. Það kallar á markvissari úrræði. Annað vandamál er að um þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda vinnur störf sem krefst minni hæfni en þeir hafa til að bera, sem er meira en gengur og gerist annars staðar. Helsti orsakavaldurinn fyrir þessum vandamálum er sú staðreynd að mjög fáir læra íslensku.

Hægt er að skipta innflytjendum á Íslandi nokkurn veginn í þrjá hópa. Sá fyrsti og sá langstærsti eru atvinnu-innflytjendur (e. economic migrants) frá evrópska efnahagssvæðinu, en þeir telja um 85% af öllum innflytjendum á landinu. Flóttafólk og fjölskyldur þeirra er síðan annar hópur sem óx mjög mikið á þriggja ára tímabili, en er ennþá smærri en gengur og gerist annars staðar, þó almenn umræða um hópinn bendi til annars.

Þriðji hópurinn er síðan sá smæsti en hann vex hratt, og það eru innflytjendur á sérfræðingaleyfum. Sístækkandi hluti hans eru verkfræðingar og tölvunarfræðingar frá fjölmennasta landi í heimi, Indlandi. Ólíkt öðrum innflytjendum búa þeir ekki við hlutfallslega hátt atvinnuleysi, og menntun þeirra fær að njóta sín til fulls. Því myndu sumir segja að þörfin á að kenna þeim íslensku væri ekki mikil. Ég tel svo ekki vera. Þessir sérfræðingar koma ekki einir til landsins, heldur með maka sína og börn. Gögn benda einnig til þess að þeim hafi ekki einungis fjölgað mjög mikið, heldur ætli margir þeirra að setjast hér að.

Indverskir sérfræðingar

Þegar litið er til stóru myndarinnar sést að breytingar á íslenskum vinnumarkaði endurspegla víðari strauma í heimsbúskapnum. Þungamiðjan í efnahagslífi heimsins færist sífellt meira til Asíu, þar sem Indland er nú að staðsetja sig sem einn helsta keppinaut Kína fram á við. Indverjar eru nú þegar orðnir fleiri en Kínverjar og búast má við að vægi Indlands í heimshagkerfinu aukist enn frekar á næstu áratugum.[dde505] Þetta sjáum við nú þegar í Evrópu og á Norðurlöndum þar sem indverskir sérfræðingar eru stærsti hópur nýrra dvalarleyfishafa undanfarinna ára. Sama þróun er orðin áberandi hér á Íslandi.

Indverjar eru eitt þeirra þjóðerna sem fjölgað hefur hlutfallslega hvað mest undanfarið á Íslandi. Einstaklingum frá Úkraínu, Venesúela og Palestínu hefur fjölgað mest á síðustu fimm árum, vegna mikillar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Þar á eftir kemur hins vegar Indland, en indverskum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 300% á þessu tímabili …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

4
Húsnæðismál

25 ár af húsnæðisskorti

5
Aðrir sálmar

Hagsmunir og heimsmynd

6
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

Aðrir sálmar 4. tbl.

Töl­ur skipta máli

Orð skipta máli og skýr hugtök einnig
Græna gímaldið
Húsnæðismál 4. tbl.

Grænt gímald – nýtt hug­tak í skipu­lags­mál­u­m?

Mannlíf í Reykjavík
Efnahagsmál . tbl.

Áhrif mis­mun­andi skatt­lagn­ing­ar líf­eyr­is­sjóða

Financial Times forsíður
Aðrir sálmar . tbl.

Hags­mun­ir og heims­mynd

Ísinn á Grænlandi var heitasta umræðuefnið í svissneska Alpaþorpinu Davos þessa vikuna

Mumbai
Alþjóðamál 3. tbl.

Ind­land: Hið rísandi stór­veldi Asíu

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.
Úthverfi
Húsnæðismál 3. tbl.

25 ár af hús­næð­is­skorti

Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.