USD 121,8 -0,4%
EUR 141,6 0,1%
GBP 162,7 0,2%
DKK 19,0 0,1%
SEK 12,8 0,3%
NOK 12,1 0,6%
CHF 152,2
CAD 86,8 -0,3%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 121,8 -0,4%
EUR 141,6 0,1%
GBP 162,7 0,2%
DKK 19,0 0,1%
SEK 12,8 0,3%
NOK 12,1 0,6%
CHF 152,2
CAD 86,8 -0,3%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Sér­fræð­ing­ar að aust­an

Indverskum sérfræðingum á Íslandi fer hratt fjölgandi

Indverskur sérfræðingur
Mynd: Shutterstock

Íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með ári hverju. Sérfræðingar eru stækkandi hópur þeirra innflytjenda sem koma til landsins með sína þekkingu, reynslu og metnað til að skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Þessi hópur virðist ekki vera á förum. Til að nýta það mikla hugvit sem í þessum einstaklingum býr, er réttast að fjárfesta í þeim, kenna þeim íslensku, og bjóða börnunum þeirra velkomin í skólana okkar.

Hvað einkennir stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði?

Ísland hefur á síðasta áratug upplifað hlutfallslega mestu fjölgun innflytjenda meðal OECD-landa, en í dag er meira en fjórði hver einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði innflytjandi.[851db8] Atvinnuþátttaka þeirra er mjög há, með hæsta móti innan OECD, en hlutfall þeirra á atvinnuleysisskrá hefur hins vegar vaxið gífurlega hratt og telur nú rúman helming atvinnulausra. Það kallar á markvissari úrræði. Annað vandamál er að um þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda vinnur störf sem krefst minni hæfni en þeir hafa til að bera, sem er meira en gengur og gerist annars staðar. Helsti orsakavaldurinn fyrir þessum vandamálum er sú staðreynd að mjög fáir læra íslensku.

Hægt er að skipta innflytjendum á Íslandi nokkurn veginn í þrjá hópa. Sá fyrsti og sá langstærsti eru atvinnu-innflytjendur (e. economic migrants) frá evrópska efnahagssvæðinu, en þeir telja um 85% af öllum innflytjendum á landinu. Flóttafólk og fjölskyldur þeirra er síðan annar hópur sem óx mjög mikið á þriggja ára tímabili, en er ennþá smærri en gengur og gerist annars staðar, þó almenn umræða um hópinn bendi til annars.

Þriðji hópurinn er síðan sá smæsti en hann …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein