Íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með ári hverju. Sérfræðingar eru stækkandi hópur þeirra innflytjenda sem koma til landsins með sína þekkingu, reynslu og metnað til að skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Þessi hópur virðist ekki vera á förum. Til að nýta það mikla hugvit sem í þessum einstaklingum býr, er réttast að fjárfesta í þeim, kenna þeim íslensku, og bjóða börnunum þeirra velkomin í skólana okkar.
Hvað einkennir stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði?
Ísland hefur á síðasta áratug upplifað hlutfallslega mestu fjölgun innflytjenda meðal OECD-landa, en í dag er meira en fjórði hver einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði innflytjandi.
Hægt er að skipta innflytjendum á Íslandi nokkurn veginn í þrjá hópa. Sá fyrsti og sá langstærsti eru atvinnu-innflytjendur (e. economic migrants) frá evrópska efnahagssvæðinu, en þeir telja um 85% af öllum innflytjendum á landinu. Flóttafólk og fjölskyldur þeirra er síðan annar hópur sem óx mjög mikið á þriggja ára tímabili, en er ennþá smærri en gengur og gerist annars staðar, þó almenn umræða um hópinn bendi til annars.
Þriðji hópurinn er síðan sá smæsti en hann …