USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Skipu­lag og við­bragð

Greinar vikunnar fjalla um húsnæði og íbúa, tvö samtengd málefni þar sem bæði þarf að huga að skipulagi og viðbragði. Reddingar eru stundum nauðsynlegar en ekki alltaf besta leiðin til uppbygging en langtíma fjárfestingar, s.s. lífeyrissjóða, líklegri til árangurs.

Erum við glöð eða svekkt? Yfir því að íslenskt samfélag þyki svo gott samfélag að hingað vilji fólk flytjast búferlum til að lifa og starfa. Erum við hrædd? Yfir öllu því sem að er að breytast; vegna eldsumbrota, loftslagsvár, samfélagsmiðla, hernaðarátaka, flutningskostnaðarhækkana, stýrivaxtaákvarðana, atvinnumöguleika eða annarrar þróunar í efnahagslegu og samfélagslegu umhverfi okkar.

Íslendingar eru lélegir í fyrirhyggju og skipulagi en góðir í viðbragði og reddingum samkvæmt því sem kom fram í forsíðugrein síðasta tölublaðs, þar sem farið var yfir möguleika og árangur af starfi rannsóknarnefnda.

Íslendingum er meira umhugað um umhverfismál heldur en hagvöxt, kemur fram í grein Gylfa Zoega hér í tölublaði vikunnar. Að minnsta kosti samkvæmt svörum Íslendinga við erlendum spurningakönnunum. Rauntölurnar í alþjóðlegum samanburði sýna þó að bæði hagvöxtur og aukning koltvísýringsútblásturs er meiri hér en í nágrannalöndunum. Þetta misræmi þarf að rannsaka.

Vilji Íslendinga til þess að vista ungar sem aldnar manneskjur á stofnunum er meiri en meðal íbúa samanburðarlanda Gylfa í hinni alþjóðlegu viðhorfakönnun sem grein hans byggir á. Hinsvegar virðist okkur ekki ganga vel að byggja nægilega mörg nýtanleg rými á hjúkrunarheimilum og leikskólum. Okkur virðist heldur ekki ganga vel að byggja nægilegt húsrými til heimilishalds. Íbúðaskortur er merkilega viðvarandi fyrirbæri í landi þar sem álagning og hagnaður af þess háttar byggingum er talsvert hærri en í nágrannalöndunum, sem þarf þó að rannsaka betur.

Nú stendur fyrir dyrum að bæta á Alþingi úr möguleikum lífeyrissjóða hérlendis að taka þátt í uppbyggingu fleirri íbúða og ávaxta fé með útleigu húsnæðis, sem telst eðlilegt í nágrannalöndum, líkt og kemur fram í grein Ólafs Margeirssonar fasteignahagfræðings hér í blaðinu.

Heimildir

  • Samkvæmt niðurstöðum á samráðsgátt átti að leggja fram frumvarpsdrög 7. mars 2024 Slóð

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.