USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stefnu­mót­un í hús­næð­is­mál­um til lengri tíma

Framtíðarsýn í samþykktri þingsályktun um húsnæðisstefnu byggist á að stöðugleiki náist á húsnæðismarkaði.

Stöðugleiki í húsnæðismálum til lengri og skemmri tíma er mikilvægt hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Eitt af meginmarkmiðum stjórnvalda er að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði – til að einstaklingar og fjölskyldur eigi kost á húsnæði á viðráðanlegu verði. Í stærra samhengi skapar það einnig möguleika til að draga úr áhrifum á verðbólgu og vexti. Skýr og heildstæð stefna stjórnvalda í húsnæðismálum er lykill að þessum markmiðum.

Húsnæðisstefna 2024 – 2038

Alþingi samþykkti í sumar þingsályktunartillögu innviðaráðherra um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.[a91f1c] Þetta var í fyrsta sinn sem stjórnvöld hafa sett fram heildstæða langtímastefnu í húsnæðismálum á landsvísu sem hefur að leiðarljósi að tryggja að öll búi við húsnæðisöryggi í víðtækum skilningi. Stefnan, áherslur hennar og aðgerðir eiga allt í senn að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, húsnæði af miklum gæðum, sjálfbærni, félagslegum jöfnuði og öflugum vinnusóknarsvæðum. Þannig má skapa skilyrði til að öll hafi aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem henti mismunandi þörfum.

Húsnæðisstefnunni er þannig ætlað að mæta þeim megináskorunum sem felast í að stuðla að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði með stöðugu framboði fjölbreytts húsnæðis í samræmi við íbúðaþörf og þarfir vinnumarkaðarins, að auka gæði, öryggi og hagkvæmni íbúða í jafnvægi við umhverfið og tryggja að þau sem á þurfa að halda hljóti viðeigandi húsnæðisstuðning. Þannig verði stutt við grundvallarrétt hvers og eins til húsnæðis og sköpuð skilyrði til velferðar og virkrar þátttöku í samfélaginu.

Markmið og framtíðarsýn

Húsnæðisstefna byggist á eftirfarandi framtíðarsýn í húsnæðismálum:
Stöðugleiki ríkir á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mætir þörf í jafnvægi við umhverfið. Öllum er tryggt öruggt og gott húsnæði í blandaðri byggð og húsnæðiskostnaður þeirra er viðráðanlegur.

Í húsnæðisstefnu eru sett fram fjögur markmið stjórnvalda í húsnæðismálum:

  1. Jafnvægi verði á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug.
  2. Skilvirk stjórnsýsla og bætt starfsumhverfi mannvirkjagerðar stuðli að auknum gæðum, öryggi, rekjanleika og hagkvæmni íbúðauppbyggingar í jafnvægi við umhverfið.
  3. Landsmenn búi við húsnæðisöryggi og jafnrétti í húsnæðismálum með því að sköpuð verði skilyrði með markvissum húsnæðisstuðningi til að öll hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði.
  4. Framboð íbúða stuðli að virkum vinnumarkaði og styðji við öflug vinnusóknarsvæði um allt land.

Fjölbreytt húsnæði og gæði

Til að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð á fjölbreyttu húsnæði að endurspegla íbúðaþörf mismunandi félagshópa og styðja við öflug atvinnu- og þjónustusóknarsvæði um land allt. Íbúðauppbygging þarf að byggjast á áreiðanlegum upplýsingum um íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá og fyrirhugaða uppbyggingu hverju sinni á grundvelli öflugra tæknilegra innviða stjórnvalda. Festa þarf í sessi öflugt samstarf ríkis og sveitarfélaga til að tryggja framboð byggingarhæfra lóða, nauðsynlegt skipulag og innviði undir stöðuga íbúðauppbyggingu.

... stjórnvöld hafa sett fram heildstæða langtímastefnu í húsnæðismálum á landsvísu sem hefur að leiðarljósi að tryggja að öll búi við húsnæðisöryggi ...

Samhliða þarf að huga að gæðum húsnæðis sem felast ekki einungis í að húsnæði sé öruggt, heilnæmt og vandað, heldur einnig sjálfbært. Húsnæði þarf auk þess að vera aðlaðandi og vel hannað, m.a. með tilliti til grunngæða húsnæðis s.s. dagsbirtu, hreins lofts, góðrar hljóðvistar, aðgengis, góðs skipulags og skilvirkni. Þá þarf húsnæði að uppfylla rýmisþörf daglegra athafna og tengingar hins byggða umhverfis við græn svæði og göngu- og hjólastíga. Skapa þarf skilyrði til að slíkt húsnæði standi öllum til boða, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, m.a. með blöndun byggðar.

Regluverk styðji við uppbyggingu

Mikilvægt er að regluverk og framkvæmd í skipulags- og byggingarmálum styðji við uppbyggingu íbúða og tryggi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.