USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stöð­ug­ur órói í óstöð­ugu jafn­vægi

Sjálfbærni og framleiðni eru lykilhugtök fyrir nútímalega hagfræði. Kenningar meginstraums hagfræðinnar um sjálfkrafa leitni í jafnvægi eiga kanski ekki vel við á óróatímum en þá geta femínískar kenningar og umhyggjuhagfræði veitt ferska sýn til úrvinnslu á óróa og óstöðugleika.

deilimynd-asgeirbrynjar

Framleiðniaukningu þarf til að vextir fari upp og eignaverð niður segir hagfræði prófessorinn í seinni grein vikunnar. Ofuráhersla á aukna framleiðni og framleiðslu er komin að vissum endimörkum segir sjálfbærni prófessorinn í fyrri grein vikunnar.

Söguleg tvöföldun vinnuafls á vinnumarkaði, við það að konur komu þangað út af heimilunum, skilaði mikilli framleiðsluaukningu og stöðugum hagvexti sem var meiri en áður hafði þekkst. Það er aðeins einu sinni hægt að fá hagvaxtaraukningu vegna tvöföldunar á vinnuaflinu, þangað til geimverur mæta til jarðar – ef þær skyldu þá vilja vinna fyrir okkur.

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði í ár, Claudia Goldin, var til umfjöllunar hér í Vísbendingu fyrir nokkrum vikum. Hún sýndi fram á ástæður launamunar kynjanna út frá sögulegum gögnum og kenningum hagfræðinnar. Hún er þó enginn femínískur hagfræðingur en forsíðu grein blaðsins fjallar um þá undirgrein og umhyggjuhagfræðina.

Í mannaflsfrekum umönnununarstörfum er erfitt að ná fram mikilli hagræðingu eða framleiðniaukningu, án þess að draga úr þjónustugæðum. Þó eigum við eftir að sjá hvort nýsköpun geti fært okkur framþróun í þeim efnum með umönnunarróbótum.

Líkt og mikilvægt er í jarðfræðinni að ólík sjónarmið um túlkun rauntímagagna komi fram í umræðunni frá sérfræðingum þá er einnig ljóst að ákveðinn hópur skilar síðan greiningu sinni til stjórnvalda og til þess bær yfirvöld taka ákvörðun um hvað gera skal.

Við viljum gjarnan sjá hér á síðum Vísbendingar líflega efnahagslega umræðu þar sem rökræða um mikilvæga greiningu gagna úr viðskiptalífinu getur farið fram. Jafnframt viljum við með dýpri og fræðilegri vinkli leggja okkar af mörkum til lýðræðislegrar umræðu og upplýstari ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt á óvissutímum líkt og nú eru í alþjóðlega viðskiptakerfinu, við umbreytingar vinnumarkaðsins, á þróun fjármálamarkaða og með efnahagspólitískum óróa, svo dæmi séu nefnd.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.