Til baka

Frétt

Tim Ward heiðraður fyrir málflutning í Icesave

Fyrir tæpum mánuði hélt aðalmálflutningsmaður Íslands í Icesave dómsmálinu við EFTA dómstólinn merkilegt erindi á vegum Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins á Hótel Borg í Reykjavík í framhaldi þess að hafa tekið við fálkaorðunni á Bessastöðum en áratugur er frá lyktum málsins sem hafði veruleg áhrif á efnahagslíf landsins.

20231206-tim-ward-3 (1)
Mynd: Forseti.is

Í tilefni þess að áratugur var liðinn frá dómi EFTA dómstólsins í Ice­save málinu svokallaða sem bresk og hollensk stjórnvöld höfðuðu gegn íslenskum stjórnvöldum var aðaæ málflutningsmaður Íslands Tim Ward sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni þann 6. desember 2023. Í framhaldinu hélt Tim erindi á hádegisfundi Lögmannafélags og Lögfræðingafélags Íslands.

Hollt er að rifja upp Icesave dóminn nú rúmum áratug eftir að hann féll. EFTA dómstóllinn hafnaði því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum.[c6fe37]Málið var ólíkt öðrum málum sem Tim Ward hafði tekið að sér fram til þess, en hann varð talsvert þekktur eftir það og var kosinn lögmaður ársins 2013 í Bretlandi í framhaldinu. Tim tók fram í erindi sínu á Hótel Borg að algengustu spurningarnar tvær sem hann hafi fengið úr flestum áttum á Íslandi hafi annars vegar verið hvort við myndum vinna málið og hins vegar hvers vegna Bretar álitu Íslendinga hryðjuverkamenn. Vegna siðareglna innan enska réttarkerfisins þá gat Tim ekki tjáð sig um efni máls sem hann hafði til umfjöllunar við fjölmiðla. En ljóst var að hann vildi vinna málið. Til þess þurfti að sannfæra dómstólinn um tvö meginatriði.

Annarsvegar fjallaði dómsmálið um það hvernig túlka bæri tilskipunina um innstæðutryggingar og hins vegar um að innstæðueigendum hafi ekki verið mismunað á grundvelli þjóðernis. Seinna atriðið kom ekki til skoðunar þar sem fyrra atriðinu var hafnað varðandi það hvort íslensk stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum til fjármögnunar innstæðutryggingarinnar. Mikil neytendavernd er ekki …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein