USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Traust fjár­mál hins op­in­bera

Langtíma þróun birtir áhugaverða mynd af stöðu opinberra fjármála. Samneyslan fer minnkandi og eignatekjur standa undir stærstum hluta vaxtagjalda.

Það er margt áhugavert í nýbirtri fjármálaætlun hins opinbera fyrir árin 2025 til 2029. Af því tilefni er tilvalið að skoða nokkrar algengar fullyrðingar úr þjóðmálaumræðunni um fjármál og umsvif og stöðu ríkissjóðs eða hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga.

Oft er t.d. fullyrt að vöxtur opinberra umsvifa sé gríðarlegur. Líklega er besti mælikvarðinn á þetta heildarútgjöld hins opinbera í hlutfalli við vergra landsframleiðslu. Á þennan mælikvarða jukust opinber umsvif verulega allt frá 19. öld og út þá 20. en síðan hefur ekki verið nein leitni til aukningar. Útgjöldin voru 45% af vergri landsframleiðslu um aldamótin og 45% í fyrra. Jukust í hruninu og svo aftur í Covid en það gekk í báðum tilfellum til baka.

Annar mælikvarði á umsvif hins opinbera sem hægt væri að styðjast við er samneysla, þ.e. kaup hins opinbera eða framleiðsla á ýmiss konar vörum og þjónustu. Undir það falla m.a. rekstrarkostnaður mestalls heilbrigðis- og menntakerfisins og fjölmargir smærri liðir en ekki t.d. millifærslur í gegnum almannatryggingar. Sé samneysla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu skoðuð sést enn skýrar að því fer fjarri að umsvif hins opinbera vaxi hraðar en hagkerfið. Þetta hlutfall var 22,7% í fyrra en varð hæst 28,8% árið 1995. Það hefur sem sé farið lækkandi í tæpa þrjá áratugi en fór vaxandi til þess tíma. Samneysluhlutfallið er svipað nú og fyrir fjörutíu árum, í upphafi níunda áratugarins. Mynd 1 dregur þetta vel fram.

Mynd1-eindalkur
Mynd 1: Heildarútgjöld hins opinbera og samneysla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Heimild: Hagstofa Íslands
mynd2-eindalkur
Mynd 2: Eignatekjur hins opinbera í hlutfalli við vaxtagjöld. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar höfundar.
Mynd3
Mynd 3: Hrein peningaleg staða hins opinbera í hlutfalli við vergra landsframleiðslu. Heimild: Hagstofa Íslands

Skuldir hins opinbera

Þá er stundum fullyrt að skuldastaða ríkisins eða hins opinbera sé ósjálfbær eða stórhættuleg. Nú eða að ríki og sveitarfélög séu að sökkva vegna vaxtabyrði. Þessi ótti er sem betur fer ástæðulaus. Hér verður fyrst að hafa í huga að í fjárlögum og uppgjörum er reiknað með nafnvöxtum en ekki tekið tillit til þess að verðbólgan rýrir skuldirnar. Réttara væri að horfa til raunvaxta. Það snarlækkar mældar vaxtagreiðslur.

Síðan verður að hafa í huga að ríkið og raunar einnig sveitarfélög eiga verulegar eignir sem skila tekjum. Má þar sérstaklega benda á tvo banka og orkufyrirtæki. Allt frá hruni hafa eignatekjur hins opinbera samsvarað u.þ.b. 80% af vaxtagjöldum þess, nokkuð sveiflukennt frá ári til árs þó. Mynd 2 sýnir þetta.

Þegar rætt er um nauðsyn þess að selja eignir ríkisins, svo sem banka og jafnvel Landsvirkjun, til að lækka skuldir og þar með vaxtagreiðslur verður að horfa til þess að eignirnar skila verulegum tekjum. Afkoma hins opinbera versnar augljóslega ef það selur eignir og greiðir upp skuldir með afrakstrinum og missir vegna þess af meiri tekjum en það sparar í vaxtagreiðslum. Það geta þó vitaskuld verið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.