USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Um Grinda­vík, verð­bólgu­mæl­ing­ar og pen­inga­stefnu

Ákvarðanir peningastefnunefndar byggja meðal annars á verðbólgumælingum út frá vísitölum. Breytingar á einstökum liðum vísitalna skipta því miklu máli og að þær séu vel rökstuddar og hugsaðar til lengri tíma en ekki sem viðbragð við einstökum atburðum. Þá væru það einnig skrítinn viðbrögð við náttúruhamförum sem gera bæ óbyggilegan að hækka vexti – segir fyrrverandi ytri nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.

dji-20240114104614-0361-d
Mynd: Golli

Í síðustu viku létu forystumenn ríkisstjórnarinnar eftir sér hafa að til greina kæmi að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Svo virðist sem til standi að gera íbúum bæjarins mögulegt að kaupa sér húsnæði annars staðar sem þá mundi líklega hækka verð á húsnæði og auka mælda verðbólgu. Ráðherrar vilja í framhaldinu skoða hvort hægt sé að endurmeta aðferðafræði við útreikning húsnæðisliðar í vísitölu neysluverðs til þess að verðbólgumælingin verði lægri.[4e8e64]

Þessi umræða minnir á löngu liðna tíma þegar sjálfsagt þótti að niðurgreiða ýmis matvæli til þess að lækka verðbólgumælingu og áhrif hennar.

Eldsumbrot, verðbólgumæling og peningastefna

Í umræðunni er blandað saman nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi er það verðbólgumælingin sjálf og vægi húsnæðisliðarins í henni. Í öðru lagi er það hvernig peningastefnan muni bregðast við tímabundinni aukningu verðbólgu vegna hækkunar á húsnæðisliðnum. Og í þriðja lagi liggur kannski að baki sú hugsun að hamfarirnar verði til þess að hækka höfuðstól verðtryggðra lána, sem varla getur talist réttlátt.

Það er ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við tímabundinni hækkun verðbólgu sem stafar af skorti á húsnæði fyrir Grindvíkinga með vaxtahækkun. Allavega væri það ekki skynsamlegt. Hlutfallsleg verð breytast frá einu ári til annars, stundum er skortur á húsnæði og stundum er of mikið framboð. Stundum lækkar gengi krónu vegna minni útflutnings og verð á innflutningi hækkar og þannig mætti áfram telja. Ákvarðanir um peningastefnuna byggjast á því hvort mikil almenn eftirspurn eftir vörum og þjónustu kyndi undir verðbólgu. Á vinnumarkaði sjást merki slíkrar þróunar í skorti á vinnuafli og litlu atvinnuleysi. Væntingar um verðbólgu í framtíðinni skipta einnig miklu máli vegna þess að væntingar um háa verðbólgu orsaka meiri verðhækkanir og hækkanir launa. En það væri skrítin peningastefna sem myndi bregðast við því að eldgos geri fólk heimilislaust með vaxtahækkun.

Hækkun verðbólgumælingarinnar myndi hins vegar verða til þess að höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána myndi hækka. Vegna mikils aðflutnings erlends vinnuafls og almenns skorts á húsnæði getum við síðan þurft að bíða lengi eftir því að húsnæðisliður verðvísitölunnar lækki umtalsvert þótt miklar vaxtahækkanir geti valdið tímabundinni lækkun.

Það sem skiptir máli til lengri tíma er hvort vísitala neysluverðs sé rétt reiknuð. Um þetta hefur verið fjallað í fjölda ára og kannski kominn tími til þess að ákveða hvort gera eigi breytingar eða ekki.

það væri skrítin peningastefna sem myndi bregðast við því að eldgos geri fólk heimilislaust með vaxtahækkun

Um húsnæðislið í verðvísitölu[981eec]

Það má gagnrýna að hafa húsnæðisliðinn inni í vísitölu neysluverðs með þeim hætti sem nú er og felur í sér að hækkun húsnæðisverðs kemur hratt inn í verðbólgumælinguna. Síðustu árin hefur fasteignaverð hækkað, einkum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, meðal annars vegna þess að eigendur húsnæðis hafa leigt það til ferðamanna og einnig hafa þúsundir farandverkafólks, mest frá Austur-Evrópu, aukið eftirspurn eftir húsnæði. Á síðasta ári fluttu þannig að jafnaði um eitt þúsund fleiri einstaklingar til landsins en frá því í hverjum mánuði. Þessi þróun veldur því að húsnæðisverð hækkar sem hækkar vísitölu neysluverðs sem síðan hækkar höfuðstól allra verðtryggðra húsnæðislána. En þetta er ekki verðbólga sem orsakast af peningalegum þáttum – aukningu peningamagns, lágum vöxtum o.s.frv. – heldur hækkun á verði húsnæðis. Það að gagnrýnisraddir heyrist við þessar aðstæður er skiljanlegt.

Nú bætast við þúsundir Grindvíkinga sem þurfa á nýju húsnæði að halda sem mun auka þrýsting á húsnæðisverð enn frekar. Náttúruhamfarirnar munu þá valda því að vísitala neysluverðs hækkar frá því sem annars hefði orðið sem aftur hækkar höfuðstól verðtryggðra lána. Ef nú, sem væntanlega verður raunin, vextir Seðlabankans hækka ekki sem viðbragð við náttúruhamförunum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.