USD 127,5 0,6%
EUR 146,8
GBP 166,5 0,1%
DKK 19,7
SEK 13,3 -0,1%
NOK 12,5
CHF 157,9 -0,1%
CAD 90,7 0,2%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,5 0,6%
EUR 146,8
GBP 166,5 0,1%
DKK 19,7
SEK 13,3 -0,1%
NOK 12,5
CHF 157,9 -0,1%
CAD 90,7 0,2%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Við­skipti í köldu norðri?

Veltihringrásin AMOC veldur vanda ef hún stöðvast

Stefan Ramstorf
Fyrirlestur Stefan Ramstorf á Hringborði norðurslóða í Hörpu 2025.

Ísland er á mörkum byggilegs umhverfis, líkt og komið hefur í ljós í gegn um aldirnar. Á tímabili „litlu ísaldarinnar” frá 1300-1850 var lífið á Íslandi erfitt því ekki var hægt að rækta korn hér. Þegar hlýna fór í lok síðustu aldar var farið að rækta meira af korni, einkum byggi og eitthvað af hveiti og höfrum. En hvað verður um fæðuöryggi Íslands ef það kólnar verulega? Verður þá byggilegt á Íslandi? Hvernig mun gengd fisks verða? Verður einhver sjávarútvegs- eða landbúnaðarframleiðsla til eigin neyslu og útflutnings? Hvernig mun viðskiptalíkan íslensks útflutnings verða ef það kólnar hér að meðaltali um 5oC eða meira? Nú lítur út fyrir að slík kólnun gæti verið í kortunum ef losun gróðurhúslofttegunda verður ekki dregin kröftuglega saman.

Hringborð Norðurslóða 2024

Á síðastliðnu ári sendi hópur loftslagsvísindamanna opið bréf til Norðurlandaráðs frá Hringborði norðurslóða. Prófessor Stefan Ramstorf haf- og loftslagsfræðingur frá PIC (Potsdam Institute for Climate Impact Research) í Þýskalandi flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands og á Hringborði norðurslóða. Stefan afhenti þáverandi umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni bréfið. Nú hefur nýr ráðherra Jóhann Páll Jóhannsson tekið við ráðuneytinu og málefnið hefur ratað inn á borð Þjóðaröryggisráðs Íslands. Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hélt sérstakan félagafund um málefnið 13. nóvember sl. en enginn þingmaður mætti á fundinn. Annars heyrir þjóðin lítið um alvarleika málsins hvort sem það er frá stjórnmálamönnum eða fjölmiðlum.

Í bréfinu frá vísindamönnunum var lögð áhersla á auknar vísbendingar um áhættu á hnignun veltihringrásar Atlandshafsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation - AMOC) – sem við …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.