USD 127,8
EUR 148,8 -0,1%
GBP 170,5 0,1%
DKK 19,9 -0,1%
SEK 13,6 -0,1%
NOK 12,7 0,1%
CHF 158,9 -0,4%
CAD 91,7 0,3%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,8
EUR 148,8 -0,1%
GBP 170,5 0,1%
DKK 19,9 -0,1%
SEK 13,6 -0,1%
NOK 12,7 0,1%
CHF 158,9 -0,4%
CAD 91,7 0,3%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Aðrir sálmar

Al­þjóð­leg óregla

AFP__20240904__1230734230__v2__HighRes__TrumpSu.original

Fjármálamarkaðir eru almennt alþjóðlegir og reglubundir en fara öðru hvoru alveg úr böndunum. Þá koma opinberar stofnanir þeim til bjargar. Því eðlilegt ferli kapítalíska kerfisins með gjaldþrotum getur smitast hættulega hratt, bæði til hraustra og veikra markaðsaðila.

Forsíðugreinin eftir fyrrum seðlabankastjóra veitir greinargott yfirlit um þá merku sögu þegar Ísland losaði sig úr fjármagnshöftum og einangrun frá alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum sem hlaust af samþættum veikleikum hins séríslenska fjármálakerfis.

Sálmahöfundur man vel hve fátækleg svör fengust – þegar hann sat ráðstefnu í Berlín í apríl 2012 og gafst færi á að spyrja Nóbelsverðlaunahagfræðiprófessor sem þar hafði dásamað gjaldeyrishöft – um hvernig ætti að losa þau eftir að höft hefðu verið sett.

Evrópa og samstaða hennar með Úkraínu er efni síðari greinar vikunnar. Sú samstaða getur ráðið úrslitum um framtíðina, þar sem fjármögnun stríðsrekstrarins er eitt af lykilatriðunum. Seðlabankinn evrópski hefur nú hafnað því að blandast í málið. En ESB áformar að nýta neyðarrétt til að hagnýta frystar rússneskar fjármunaeignir til tryggingar lánveitinga til Úkraínu.

Breska ríkisútvarpið BBC er burðarstoð í alþjóðlegri fjölmiðlun og virt opinber stofnun. Nú hafa stjórnendur þar orðið uppvísir að því að ritskoða burt eina setningu úr fyrsta þætti af hinum virðulegu Reith fyrirlestrum ársins, sem fjallar um tíma skrímslanna í gramskísku samhengi og siðferðilegar byltingar. Setningin sú var um hvaða bandaríski forseti hafi hagnast mest sjálfur í sinni forsetatíð. Fyrir liggur úttekt vikuritsins New Yorker í ágúst síðastliðnum um að líklegt sé að sá hagnaður sé um 3,5 milljarðar bandaríkjadala. Velta má vöngum um hvort samningamenn forsetans í tilraunum til stríðsloka séu helst að huga að heimamönnum, hagfelldum heimsfriði eða hagnaði handhafa forsetavalds.

Í næstu viku kemur út þemablað Vísbendingar um gervigreind og á meðan lesendur bíða eftir því má benda á sérrit Financial Times um sama efni og Lestina í upphafi vikunnar þann 1. og 2. desember. Síðan verður hlé á útgáfu vikuritsins yfir hátíðirnar.