Undanfarin ár hefur stöðugt orðið erfiðara og flóknara að vera í leiðtogahlutverki innan seðlabanka, eins og Martin Sandbu skrifar reglulega um í Financial Times. Starfsumhverfi leiðtoganna hefur orðið enn verra eftir tollastríðið sem Bandaríkjaforseti hóf gegn öðrum löndum heims fyrir hálfu ári síðan. Auk þess sem hann nú stundar annarskonar hernað á heimavelli sem ég fjallaði um í grein í Heimildinni í byrjun október.
Viðskiptastríðið hefur neikvæð áhrif á viðskiptakjör, þar sem tollarnir valda bæði því að framboð dregst saman og verð hækkar – þannig verður vinna seðlabankanna enn flóknari. Hið hærra verð hækkar verðbólguna og hærri vextir vegna hennar auka ekki framboðið. Hérlendis á okkar friðsama landi er aðeins að finna stríðsástand á húsnæðismarkaði og það hefur verið langvarandi. Ýtarlega úttekt með fimm greinum ásamt fimm viðtölum má lesa í Heimildinni í september.
Virkni stefnu
Mikil umræða á sér stað um virkni peningastefnu í alþjóðlegu samhengi um þessar mundir. Samtímis eiga sér stað einhverjar mestu breytingar í alþjóðlega fjármálakerfinu þar sem hlutverki Bandaríkjanna og dalsins þeirra er breytt hratt og örugglega. Því til staðfestingar má til dæmis benda á fyrirlestur sem hagfræðiprófessorinn Hélène Rey hélt í upphafi mánaðarins í Columbia háskóla í New York.
Samhliða þeirri alþjóðlegu þróun er verðtryggingin hérlendis aftur orðin, á síðustu tveimur til þremur árum, ráðandi við efnahagsstjórn og á húsæðislánamarkaði. Þrátt fyrir að vitað sé að hún bæði dragi úr virkni peningastefnunnar og fjármálaráðherra segi hana „barn síns tíma“ úr ræðustól Alþingis í gær.
Megan Green peningastefnunefndarkona í Englandsbanka skrifar grein í Financial …