USD 121,0 -0,1%
EUR 144,8 -0,1%
GBP 167,2 0,1%
DKK 19,4 -0,1%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,7 0,8%
CHF 157,7 -0,1%
CAD 89,5 0,2%
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 5,2%
Mannfjöldi 393.160
USD 121,0 -0,1%
EUR 144,8 -0,1%
GBP 167,2 0,1%
DKK 19,4 -0,1%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,7 0,8%
CHF 157,7 -0,1%
CAD 89,5 0,2%
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 5,2%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Bar­dagi Evr­ópu

Stefnuræður vikunnar

IMG_2910

Evrópa á í baráttu. Hún snýst um álfu sem er heil og friðsamleg. Evrópa er að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði sínu. Það er fyrir gildum okkar og lýðræðinu. Framtíðin er í hættu. Þetta voru fimm lykilatriðin í upphafi stefnuræðu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen, að morgni miðvikudagsins 10. september. Hún sagðist hafa ígrundað vandlega hvort viðeigandi væri að ávarpa Evrópuþingið með svona sterkum orðum, því Evrópusambandið væri friðarverkefni. En í dag er heimurinn ekki miskunnsamur, sagði hún.

Fyrr um nóttina höfðu rússneskir drónar ekki bara rofið lofthelgi heldur flogið hundruði kílómetra inn yfir Pólland. Það voru herþotur evrópsku NATÓ ríkjanna Hollands, Þýskalands, Ítalíu og Póllands sem skutu þá niður. Fjórða grein stofnsáttmála NATÓ, varnarbandalagsins um Norður Atlantshafið var virkjuð í gær og spurningin um þá fimmtu gerist áleitnar næstu daga.

Síðar sama dag var önnur stefnuræða flutt, á Alþingi Íslendinga. Furðanlega fáir þingmenn minntust þar á nokkuð samhengi utan landsteinanna. Ýmsum ræðumönnum var hins vegar tíðrætt um gildi og jafnvel yfirburði íslensks samfélags og hve rík þjóð af auðlindum við værum. Sumum þótti réttast að gera Evrópusambandið að okkar helsta óvini – sem er einstaklega merkilegt, á tímum sem þessum.

Á umbreytingatímum verður ljóst hvernig menningu samfélög byggja á og þær kenningar sem þar liggja að baki. Stundum kemur hugmyndafræði einnig við sögu. Hagfræðikenningar liggja einnig mörgu til grundvallar í samfélaginu. Svo sem þeirri trú að samkeppni tryggi sjálfkrafa lægra verð. Raunveruleikinn er þó ekki alltaf í samræmi við trúnna, eins og forsíðugrein vikunnar dregur skýrt fram.

Fræðileg þekking færir okkur til dæmis vitneskjuna um muninn á kenningum og náttúrulögmálum. Og hagfræðikenningar eru ekki náttúrulögmál. Faglegt nám og fagþekking er raunverulega mikilvæg líkt og síðari grein vikunnar ber með sér. Fúsk, það að gera hluti ekki faglega, getur orðið okkur dýrkeypt – sérstaklega á þeim tímum sem við nú lifum gæti.

Næsta grein

Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

4
Húsnæðismál

25 ár af húsnæðisskorti

5
Aðrir sálmar

Hagsmunir og heimsmynd

6
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

Aðrir sálmar 4. tbl.

Töl­ur skipta máli

Orð skipta máli og skýr hugtök einnig
Græna gímaldið
Húsnæðismál 4. tbl.

Grænt gímald – nýtt hug­tak í skipu­lags­mál­u­m?

Mannlíf í Reykjavík
Efnahagsmál . tbl.

Áhrif mis­mun­andi skatt­lagn­ing­ar líf­eyr­is­sjóða

Financial Times forsíður
Aðrir sálmar . tbl.

Hags­mun­ir og heims­mynd

Ísinn á Grænlandi var heitasta umræðuefnið í svissneska Alpaþorpinu Davos þessa vikuna

Úthverfi
Húsnæðismál 3. tbl.

25 ár af hús­næð­is­skorti

Mumbai
Alþjóðamál 3. tbl.

Ind­land: Hið rísandi stór­veldi Asíu

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.
Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.