USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Brjál­æð­is­leg­ar hug­mynd­ir

Alþjóðlegu vorfundirnir í Washington og hugmyndir heimamanna þar á bæ

Nú í vikunni standa yfir vorfundirnir í Washington þar sem embættismenn og seðlabankastjórar hittast með fjármálaráðherrum og ráðuneytisfólki frá helstu efnahagsveldum heimsins (G20) auk aðildarlanda Alþjóðabankans (World Bank) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), starfsfólki þeirra og gestum.

Forsetinn þar í höfuðborginni hefur þegar dregið Bandaríkin út úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og virðist vera að draga mjög úr þátttöku þeirra í Norður Atlantshafsbandalaginu (NATO). Afleiðingar þess á varnarmálastefnu Íslands eru til umfjöllunar í forsíðugrein vikunnar.

Hinn óáreiðanlegi forseti gæti allt eins tilkynnt um helgina að hann ætli að draga Bandaríkin úr IMF eða öðrum grunnstofnunum hins alþjóðlega fjármálakerfisins, sem urðu til á grunni Bretton Woods samkomulagsins fyrir átta áratugum. Hann hefur nú þegar hækkað meðaltal tolla landsins úr 3% í 25% sem er ríflega áttföldun. IMF hefur reiknað út, miðað við stöðuna þegar að efnahagsútlitsskýrsla sjóðsins var frágengin um miðjan mánuðinn að hagvöxtur í heiminum á næsta ári dragist saman um einn tíunda, úr 3,3% í 3% og um hálfa prósentu í ár, en ástæðurnar eru að hluta vegna þessara tolla og óvissunnar sem að tilskipanir forsetans hafa skapað. Hugmynd hans um að efla tekjuöflun ríkissjóðs með tollum eru mjög umdeildar eins og áður hefur verið skrifað um. Hallinn á bandaríska ríkissjóðnum er um sexfalt hærri, hlutfallslega, en sá íslenski. Hér í blaðinu birtast ábendingar fjármálaráðs um fjármálaáætlun úr áliti þeirra frá síðustu viku.

Síðan um páska hefur mikið verið rætt um í alþjóðlegum miðlum hvort forsetinn ætli að koma seðlabankastjóranum, Jerome Powell frá völdum áður en skipunartímanum lýkur. En slíku virðist hafa verið afstýrt. Líkt og hérlendis fyrir ellefu árum, sem lesa má um í sex ára úttekt Kjarnans. Þá virtist forsætisráðherra ætla að koma Má Guðmundssyni úr embætti seðlabankastjóra, án þess að nokkuð brot í starfi lægi til grundvallar.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.