USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sómi Ís­lands

í vaxtarmálum og loftslagsmálum

IMG_3038

Hæstiréttur er hugsanlega eina stofnun landsins sem ráðið getur við að minnka verðbólgu – sem hérlendis er mæld að mestu frá húsnæði komin. Síðari hluti greinar Gylfa Magnússonar um áhrif fyrsta dómsins í vaxtamálinu á húsnæðislánamarkaðinn birtist hér viku á eftir fyrri hluta. Fleiri dómar munu falla á næstu vikum. Áhrif fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var í síðustu viku, fara að bíta fljótlega. Óljóst er þó enn hvort dómurinn verði sá skjöldur neytendaverndar og lækkunar húsnæðiskostnaðar sem vonast var.

Forsíðugrein vikunnar fjallar um hitt stærsta úrlausnarefni samtímans, loftslagsmálin. Sem enn er ekki farið að líta út fyrir að Íslendingar geti tekist sómasamlega á við, þó við höfum byggt upp hitaveitur fyrir rúmlega eða tæplega 100 árum síðan.

Aðgerðir Bandaríkjaforseta til þess að brjóta niður loftslagsvísindi þarlendis vekja ugg eins og úttekt Financial Times ber skýrt merki og viðbrögð fræðimanna eru að þetta geti orðið skaðlegasta arfleifð hans, sem nær langt út fyrir landsteinana.

Í síðasta vikuriti voru loftslagsmálin einnig til umfjöllunar í grein eftir forstöðumann Hagfræðistofnunar og er áhugavert að lesa hana samhliða grein formanns Landverndar hér. Líkt og í húsnæðismálunum þá kalla markaðslausnir stundum á opinbera íhlutun.

Alþjóðlega fréttastofan Aljazeera í Katar gerði nýlega heimildaþáttaröð um loftslagsmálin þar sem til dæmis er sýnt hvernig Svíum hefur tekst að breyta sorpinu sínu í húshitunarorku og byggt upp hitaveitur á síðasta aldarfjórðungi í helstu borgum landsins. Alþjóðlega stofnunin Oxfam hefur einnig sýnt fram á hvernig sá helmingur Svía sem hefur lægri tekjur en meðaltalið dregur úr losun með áhrif á loftslagið en framlag ríkasta prósentsins á hverju ári til loftslagsvandans er jafnmikið og 30 ára framlag meðalsvía.

Næsta COP ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sú þrítugasta, hefst núna strax eftir helgina í borginni Belém í norðurhluta Brasilíu við Amazon fljótið um 100 km frá Atlantshafsströndinni.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.