USD 126,4 0,5%
EUR 147,4
GBP 169,9 0,5%
DKK 19,7
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,2%
CHF 158,7 0,1%
CAD 91,6 0,1%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,4 0,5%
EUR 147,4
GBP 169,9 0,5%
DKK 19,7
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,2%
CHF 158,7 0,1%
CAD 91,6 0,1%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Velti­hringrás­in og um­rót­ið

vaxtaákvarðanir, nokkur orð og skammstafanir

stefan1
Myndin sýnir ekki mun stýrivaxta á milli landa heldur hitastigsbreytingar til ársins 2100 ef veltihringrásin stöðvast og er fengin úr skýrslu IPCC 2021 mynd 1 box TS3

Hjartslátt þjóðarinnar má finna í stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans sagði ein þáttastjórnenda Silfursins á RÚV nú á mánudagskvöldið með skáldfögru orðfæri. Peningastefnunefnd ákvað tveimur dögum síðar að lækka meginvexti um fjórðung úr prósentu í 7,25% og hjörtu landsmanna tóku örlítinn kipp.

Greina má mikla notkun orðsins „en“ eftir þrípunkta [...] sem tengja fallega á milli margra samhangandi millifyrirsagna í gegnum allt rit Peningamála Seðlabankans sem komu út samhliða vaxtaákvörðuninni.

Rétt er að minna á tvennt í þessu samhengi. Annað er að orðið „og“ kom í stað „en“ í örfáum tilfellum þessara sérhönnuðu tengimillifyrirsagna. Hitt er að þetta var „bara svona pínku“ lítil lækkun sem nemur um 3,3% af vaxtatölunni. Þannig að greiði fólk 200 þúsund krónur í húsnæðislánavexti gætu vaxtaútgjöld þeirra lækkað um 6.660 krónur, skili vaxtalækkunin sér að fullu til lántaka.

Annað sem áberandi var í yfirlýsingu peningastefnunefndar var orðið „umrót“. Það rót virðist tilkomið innanlands frá dómi en óljóst hvort nefndin rekji það til Hæstaréttar, Neytendasamtakanna eða álits EFTA dómstólsins evrópska.

Viðbrögð sem þó greina má eru ný mæld viðmið Seðlabankans sem reiknuð verða daglega og kallast fastir langtímavextir ríkisskuldabréfa (FLVR). Fyrirmyndin er fengin frá Ameríku, kölluð CMT (e. Constant Maturity Treasury) og athyglisvert að sú reiknaða ávöxtunarkrafa er notuð til viðmiðunar fyrir húsnæðislán með vöxtum sem breytast árlega en þetta viðmið er hvergi notað í evrópskum húsnæðislánum.

Veltihringrás er svo lýsandi hugtak og fagurt orð að ætla mætti að skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson hafi búið nýyrðið til – eins og orðin aðdráttarafl fallhraði og gangverk. Forsíðugrein vikunnar fjallar um hræðilegar afleiðingar stöðvunar veltihringsásarinnar (AMOC) hérlendis á útflutning, fæðuöryggi og þjóðarvá.

Vissulega eru þjóðhagsvarúðartæki í verkfærakistu Seðlabankans. En ekki passa líkön veltihringrásar fyrir fjárstraumana húsnæðiskerfisins – þaðan sem fjóra tíundu hluta núverandi verðbólgu má rekja, samkvæmt séríslenskum aðferðum. Alþjóðlegir staðlar og sérstaklega evrópsk lagaumgjörð þeirra er efni seinni greinar blaðs vikunnar.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.