USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ferða­mál, út­flutn­ings­tekj­ur og sjálf­bærni

Leiðari sumarblaðs Vísbendingar 2024 þar sem alls er fimmtán aðrar greinar að finna.

forsida

Samhliða því að ferðaþjónustan bjargaði íslenskum efnahag eftir fjármálahrunið frá því fyrir sextán árum þá hefur sú mikla gjaldeyristeknaöflun samhliða skapað óeðlilega þenslu í okkar litla hagkerfi. Líkt og Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði í viðtali í Vísbendingu fyrir ári síðan, þá þolir Ísland ekki svona mikinn og hraðan vöxt. Nú hefur verðbólga, um allan heim, með hækkandi ferðakostnaði auk stríðsógnar og óttans af Reykjaneseldum slegið á vöxt fjölda ferðamanna. Þó að Eyjafjallajökulseldgosið fyrir fjórtán árum hafi fært okkur mikla landkynningu erlendis og ókeypis auglýsingaherferð í alþjóðlegum fréttamiðlum, þá er vel mögulegt að núverandi eldsumbrot færi ferðamönnum efasemdir um heimsókn gegnum samfélagsmiðlaupptökur af rýmingum hótela og með rauðum bakgrunnsbjarma. Auk þess sem rýming Grindavíkur er alvarlegri atburður heldur en stöðvun á flugumferð í örfáa daga vegna öskufalls.

Sumarblað Vísbendingar er nú helgað ferðamálum líkt og áramótablaðið síðasta var helgað vinnumarkaðinum. Þessi tvö meginþemu eru líklega helstu áskoranir íslensks efnahagslífs með afleiddum afleiðingum á húsnæðismarkað og vaxtakostnað, jafnt hins opinbera sem heimila.

Stefnumörkun ferðamála er mikilvægt skref nú þegar greinin virðist mögulega vera að ná einhverri jafnvægisstærð með von um sjálfbæran vaxtarhraða. Ráðherra ferðamála og ferðamálastjóri rita tvær fyrstu greinar blaðsins sem tengjast þeirri stefnumörkun og hagstærðum sem verða betur mældar með tilliti til hagvísa ferðamála. Enn vantar þó upp á að finna hæfilegt jafnvægi milli efnahagslegra hvata og tekjuöflunar þegar ríkissjóður er stöðugt rekinn í halla auk vaxandi innviðaskulda.

Margt hefur tekist mjög vel í eflingu uppbyggingar ferðamannastaða, með nýsköpun, frumkvæði, sérstökum fjárveitingum og vandaðri hönnun, líkt og síðasta grein blaðsins frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs ber jafnframt með sér. Vert er að benda sérstaklega á myndefnið sem fylgir þar með.

Samtök ferðaþjónustunnar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skýra sín sjónarmið hvort í sinni greininni. Auk þess sem fulltrúar Íslenska ferðaklasans og ráðgjafi Norrænu ráðherranefndarinnar í uppbyggingu nærandi ferðaþjónustu skrifa saman grein. Þá er viðtal sumarblaðsins við annan höfunda, sem jafnframt er fyrrverandi ferðamálastjóri og rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Tröllaskaga.

Fræðslumálefni ferðaþjónustunnar, rannsóknir og háskólastarf, bæði varðandi kennslu og stefnumörkun, skipta miklu máli. Því eru fjórar greinar eftir jafnmarga háskólakennara og einn rektor í blaðinu. Auk þess sem ytri greining skiptir máli og tvær greinar þess háttar höfunda fylgja í kjölfarið. Þá er að lokum ein stutt grein um sérhæfða tegund ferðaþjónustunnar þar sem fram koma áhugaverð sjónarmið fagaðila sem veitir ferðaþjónustu og telur best að stefnumörkun miðist við færri ferðamenn frekar en fleiri en að Ísland eigi sérstöðu sinnar vegna að stefna að því að fá hingað til lands sérstaka tegund ferðamanna en alls ekki sem flesta túrista. Það sjónarhorn rímar við áðurnefnd varúðarorð fyrrverandi seðlabankastjóra fyrir ári síðan og viðtal við spænskan prófessor í samfélagslegri nýsköpun í áramótablaðinu. Hin nærandi ferðaþjónusta sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru farnir að leggja áherslu á og kemur vel fram í viðtalinu hér í blaðinu við fyrrverandi ferðamálastjóra styður við stefnu í þá svipaða átt.

Ekki þarf að spyrja að því að Ísland er einstakur staður að ferðast um. Landsmenn fengu að kynnast því vel í heimsfaraldri þegar bannað var að fara til útlanda. Þá kom líka í ljós hve mikið hefur verið byggt upp hérlendis og hvernig möguleikarnir til að njóta landsins hafa margfaldast. Við megum samt ekki ganga of hratt um uppbyggingargleðinnar dyr og verðum að gæta þess að skemma ekki auðlindina sem landið okkar er. Það að gera þá sameiginlegu auðlind að eign tiltekinna aðila um aldur og ævi fellur örugglega ekki að vilja meirihluta þjóðarinnar. Spurningin nú er hvernig kjörnum fulltrúum gengur að koma á kerfi til stýringar á þeirri nýtingu. Sagan er til að læra af henni en ekki endilega endurtaka. Tölurnar eru og mikilvægur áhrifaþáttur en þá er mikilvægt að ekki sé of þröngt horft á fjölda eða landsframleiðslu einvörðungu heldur þarf að líta á fleiri þætti samhliða. Tölulega jafnt sem ófjárhagslega. Þar skiptir sjálfbærnin í sinni víðustu mynd einna mestu máli.

Um leið og ritstjóri óskar lesendum gleðilegs sumars hér á vef Vísbendingar, sem nú er ársgamall (og allar greinarnar er hægt að finna undir leitinni efst til hægri) þá er rétt að benda á að tvö tölublöð koma út fram að sumarhléi sem verður í júlí.

Greinar sumarblaðsins 2024 eru:

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra: Ferðaþjónustan - Burðarás í efnahagslífinu
Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri: Ferðaþjónustan fullorðnast
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir & Ólöf Ýrr Atladóttir: Nærandi ferðaþjónusta
Pétur Óskarsson: Íslensk ferðaþjónusta – hetjusaga
Haukur Harðarson: Ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð
Edward H. Huijbens: Gestakomur, samfélagsþróun og vald fjöldans
Gunnar Þ. Jóhannesson & Magnús H. Ásgeirsson: Leiðandi í sjálfbærni?
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir: Landbúnaðarháskóli Íslands
Ingibjörg Sigurðardóttir: Ferðaþjónusta og nýsköpunartækifæri!
Ólöf Ýrr Atladóttir í viðtali um ferðaþjónustu sem skapandi nærandi afl
Jónas Guðmundsson: Ferðasveiflan heldur velli – en hve lengi?
Egill Jóhannsson: Orkuskiptin eru dauðafæri fyrir Ísland
Ýmir Björgvin Arthúrsson: Ísland er fyrir ferðamenn – ekki túrista
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs: Sjálfbær uppbygging staða
Aðrir sálmar: Sveitasamfélagið

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.